Áskorun á Andkristna

Þar sem ég hef gaman að rökræðu og er virkilega sannfærður um mína trú þá skrifa ég þennann pistil sem áskorun til rökræðu. Ekki til þess að upplifa sigur og hafa rétt fyrir mér heldur til þess að eiga árangursríka umræðu og komast að nýjum hlutum. Allur efi styrkir trúnna ef trúin er virkilega sönn og skora ég því á alla sem eru mér ósammála að senda á mig og eiga góða umræðu eða rökræðu um það hversvegna ég hef rangt fyrir mér.

Málefnið sem ég ræði eru partur af hugvísindum því ekki hægt að sanna með neinskonar efnislegri rannsókn, þó til séu rannsóknir á heilastarfseminni sem á sér stað við andlega iðkun og guðlegann skilning og einnig um sálfræðileg áhrif trúarbragða og andlegra iðkunnar en þessi grein er ekki skrifuð í þeim tilgang að sanna sálfræðilegann tilgang trúar heldur frekar til þess að ná fram umræðu um sannleikann.

Þessar alhæfingar sem ég ætla að halda fram eru í fyrsta lagi sú að siðferði er ekki okkar mannana heldur er sannleikurinn er dýpri en skoðun hvers og getum við því ekki breytt honum. Sama á við um stærðfræði, líffræði, tónfræði og allar aðrar fræðigreinar vísinda. Allt þetta er partur af vandaðri sköpun guðs sem við gætum aldrei skapað sjálf en einungis rannsakað og lært af. Öll vísindi sanna það en betur hversu fullkomlega heimurinn er skapaður sem bendir til þess að hann sé skapaður í huga guðs sem er alvitur og bjó til heiminn sem við búum í og lögmálin sem heimurinn byggist á. 

Þær frásagnir sem við höfum af Jesú Krist sýna okkur nákvæmlega hvernig guðleg ást lítur út í framkomu og hegðun. En hans kennsla er í myndlíkingum og endlaust hægt að dýpka skilning sinn á orðum hans og er ég engan veginn kandidat í það að túlka orð hans þó ég hafi óendanlega trú á þeim. Ástæðan er að hans kennsla er fullkomlega áreiðanleg til þess að skilja gott frá illu og er ekki hönnuð til þess að láta þér líða betur um sjálfan þig heldur til þess að læra hvernig hægt er að vera betri manneskja sem þjónar öðrum, fyrirgefur og stendur með sannleikanum út í opinn dauðann.

Það sem ég meina þá er ekki að fylgja ákveðnu kristnu trúarbragði heldur orðum hans í nýja testamentinu en trúarbrögðin eru svo sköpuð í kringum mismunandi túlkun á þeim.

Jesús kennir okkur að elska óvini okkar og er það líklega það stærsta sem skilur hann frá öðrum trúarbrögðum, einnig kennir hann okkur að elska náungann eins og sjálfann sig og ávallt taka ábyrgð á okkar eigin orðum og hegðun. Svo gæti ég haldið endalaust áfram að rýna í orð jesú en hver og einn getur aðeins byggt sinn eiginn skilning á guðdómlegu réttlæti með því að lesa Nýja Testamentið sjálfur með opinn huga fyrir því að læra eitthvað nýtt.

Til þess að eiga þessa umræðu þarf að byrja á því taka í burtu spurninguna um það hvort biblían sé sönn eða ekki. Það er ekki hægt að sanna fortíðina á nokkurn skapaðann hátt, allt sem gerðist fyrir tíma tækninnar er einungis byggð á frásögnum sem við eigum til á blaði og þær sem hafa gengið á milli manna. Því tel ég þessa umræðu vera tímasóun, til eru 27 bækur sem talið er að hafi verið skrifaðar 50-100 árum eftir og segja allar frá sama manninum, sama fólkinu og sömu viðburðunum. Tel ég það því mjög líklegt að hann hafi verið til og verið krossfestur þar sem þessar bækur eru ekki skrifaðar sem skáldsaga heldur sagnfræðileg frásögn. Þó mun ég aldrei geta sannað fyrir neinum að þetta hafi gerst í alvörunni þar sem ég var ekki viðstaddur né nokkur manneskja sem er uppi í dag.

Varðandi siðferði þá tel ég þetta vera eina mikilvægustu umræðuna vegna þess að það sem fylgir algjöru trúleysi er það að ef einungis efnislegar staðreyndir eru samþykktar sem sannleikur þá skilur það eftir mjög stóra spurningu varðandi siðferði og sannleik. Ef siðferðið er það sem við mannfólk ákveðum í sameiningu er það breytilegt og í raun allt bara skoðun hvers og eins. Engin hugmynd er þá sannari en nein önnur og hafa þá allir jafnmikinn rétt á sinni skoðun og hegðun. Þín skoðun gæti til dæmis verið sú að morð er í góðu lagi ef manneskjan er dónaleg í búðinni og það alveg jafn gild skoðun og hjá þeim sem eru því ósammála.

Önnur manneskja getur svo verið á þeirri skoðun að það sé í lagi að meiða börn, sérstaklega þau sem geta ekki tjáð sig. Ríkið er þá guð og sér um að dæma þá sem fara eftir sínum eigin skoðunum sem fara gegn skoðun samfélagsins, en þó er það ennþá bara skoðun sem þjóðin hafi kosið um og gæti hún þá breyst í hvað sem er. Einn daginn gæti þjóðin kosið um það að það væri í lagi að drepa feitt fólk því þau taka svo mikið pláss í flugvélum og ekkert væri að því. Frægt dæmi um þetta er þegar Hitler ætlaði að útrýma gyðingum, þá var stór hluti þjóðarinnar sammála því, hvers vegna var það rangt? Einfaldlega vegna þess að við ráðum því ekki hvað er rétt og rangt, slíkir hlutir eru í höndum guðs.

Mikið af fólki heldur því fram að kirkjan sé óþarfa stofnun og prestar illir en kæri lesandi ef þú heldur þessu fram þá mana ég þig til þess að lesa Nýja Testamentið og spyrja sjálfann þig hvort að manneskja sem myndi trúa þessu myndi virkilega misnota vald sitt. Jesús talar um það að það fólk sem fer illa með börn hafi það betra að sökkt í sjávardjúp með mylsnustein hengdan um háls sér heldur en að mæta guði eftir slíkt illverk. Talar hann þá um að skyldi augað tæla þig til falls væri betra að taka það úr sér og sama með alla aðra líkamsparta. Einnig segir hann að auðveldara er það úlfalda að að fara í gegnum nálarauga heldur en auðmanni að að komast í Guðs ríki. Eins og ég túlka þetta þá er hann að segja í fyrsta lagi að það versta sem þú getur gert er að meiða lítið barn og veraldlegar eigur gera leiðina aðeins erfiðari ef þú vilt lifa eftir þessum reglum og komast til himnaríkis.

Sem segir okkur það að þeir prestar sem hafa misnotað vald sitt fyrir auð og vald yfir ósjálfbjraga einstaklingum eru ekki guðhræddir og í raun leynilega trúlausir og talar Jesús einnig um þeir sem gera slíkt muni sæta sérstkalega slæma refsingu. Hann varar ítrekað við þessu fólki og líkir þeim við úlfa í sauðsbúning og þar sem heimurinn er fullur af allskonar fólki sem þykist kenna réttlæti en stundar illverk er það sérstaklega mikilvægt að eiga til áreiðanlega heimild fyrir því hvað raunverulegt réttlæti er og hvernig guðleg ást lítur út.


Skoðanir og Sannleikur

Um daginn skrifaði ég grein um afstöðu í fréttum og pólitík. Til þess að gera það rétt fannst mér það viðeigandi að taka mína eigin tilfinningalegu afstöðu úr myndinni og skrifa um málin eins og þau eru án þess að reyna að fá lesandann á mína skoðun. Ástæðan er sú að ég er almennt á móti því að fréttamiðlar taki lúmska afstöðu og fjalli um eitthvað á þann hátt að einhver hljómi verr eða betur fyrir þeim sem les.

Þetta er hægt að sjá í nánast allri umfjöllun um pólitík alls staðar og hefur það alltaf verið svoleiðis að á bakvið hvern miðil liggur stofnun sem græðir á því að koma í gegn ákveðinni hugmyndafræði og loka á einhverja aðra.

Þó ég sé ekki að skrifa fyrir aþjóð þá finnst mér það alltaf mikilvægt að halda skoðunum í burtu frá allri fréttamiðlun og einblína aðeins á sannleik, hvað gerðist, hver sagði hvað hvenær. Ekki ákveða hvað aðrir eru hugsa og hvað öðrum ætti að finnast. 

Hef ég tekið eftir vaxandi notkun á orðum eins og öfgahægrisinni, afneitunarsinni, Anti Vaxxer, samsæriskenningamaður eða útlendingahatari eða dýrkari þegar fólk leyfir sér að hafa skoðun á ákveðnum málum. Því vill ég ekki missa trúverðugleika þeirra sem lesa bloggið mitt og gefa í ljós mína persónulegu skoðun eða taka þátt í áróðri og bjóða frekar upp á heiðarlega umfjöllun. 

Skrifa ég því þessa grein út frá vangaveltum varðandi muninn á skoðunum og sannleik, hvernig er hægt að greina þetta tvennt í sundur. Sumir halda því fram að sannleikurinn sé afstæður þar sem okkar eigin meðvitund er breytileg og sannleikurinn því túlkunaratriði á meðan aðrir trúa á algildann sannleik ekki er hægt að breyta án þess að það hafi með sér slæmar afleiðingar. 

Ef við ætlum að virka í þessum heimi þá þurfum við í fyrsta lagi að skilja hvernig við sjálf virkum og til þess þá þurfum við að greina á milli þess sem er rétt eða rangt. Öll erum við þó ósammála á einhverju leiti yfir því hvað er satt og hvað ekki en til þess að samfélag gæti virkað þarf að vera einhver sameiginlegur skilningur á þessu. Stundum erum við ósammála þessum sameiginlegum skilning samfélagsins vegna þess að eitthvað innra með okkur segir að þetta sé rangt þó öðrum finnist það vera rétt. Þá er talað um innsæi eða réttlætistilfinningu og þurfum við þá að leitast í sönnungargögn til þess að byggja upp skilning á sannleikanum. Til þess að öðlast betri skilning þarf að gera upp á milli kenninga sem þessi heimur hefur upp á að bjóða og skilgreina rétt frá röngu og fara eftir því sem reynist rétt. 

Allar kenningar hafa sönnunargögn á bakvið sig og þurfum við að stunda okkar eigin rannsóknarvinnu og rökhugsun til þess að komast að trúverðugleika kenninga.

Til þess höfum við vísindin og eru þau því trúverðug heimild sem stendur á rökum og rannsóknarvinnu. Þó hafa vísindi þróast með tímanum og viðhorf almennings breytist með hverju ári og alltaf kemur ný kenning með betri rök og fara þær oft á tíðum gegn hver öðrum. Erfitt er því að segja hvað er virkilega satt og hvað ekki en til eru endalaust af kenningum sem segja til um það hvernig heimurinn virkar og standa á vísindalegri rannsóknarvinnu. Sumir halda því fram að jörðin sé flöt og hafa fyrir því rök og geta svarað hverri einustu spurningu sem hægt er að spurja. Því er trú hvers og eins ólík en trúarbrögð eru hópur fólks sem trúir á sama svarið við mörgum af erfiðustu spurningum eins og afhverju við erum hérna og hvað er gott og hvað er slæmt. 

Öll alhæfing þarf á sönnunargögnum að halda og til þess að vita hvort þau séu góð eða ekki þarf að bæði að gera rannsóknarvinnu og finna fyrir því hvað er rétt. Alveg sama hvort það séu vísindi, heimspeki eða trúarbragð þá er alltaf viðvarandi þörf á því að trúa í blindni. Ómögulegt er að fara í gegnum öll gögn sjálfur á einum líftíma og þarf því að gera upp á milli hvaða fólki eða stofnunum er hægt að treysta fyrir því að veita þér sannleika.

Góð spurning þegar pælt er í því hvort eitthvað sé rétt eða rangt er til dæmis hver myndi hagnast á því að þetta satt eða myndi þessi manneskja viðurkenna það að hún hefði rangt fyrir sér

Sagnfræði er til dæmis byggð á frásögnum fólks úr fortíðinni og höfum við því takmarkað svæði til fullgildra sönnunargagna. Allstaðar er möguleikinn á víðtækum áróðri til hagnaðar þeirra sem eru við völdin en þó er hægt að sjá hvaða hópur var við völd á hverju svæði mörg þúsund ár aftur í tímann. Heimspeki er byggð á rökhugsun og rökræðum á meðan efnafræði og líffræði er byggð á uppsetningu efna og frumna og bjóða því upp á sterk sönnungargögn fyrir því hvernig heimurinn virkar. Allar fræðideildir eru byggðar á varðveittum sönnungargögnum sem fengnar eru í gegnum rannsóknarvinnu, rökhugsun og fólk sem er tilbúið að vinna fyrir því að skilja muninn á réttu og röngu. En þó mun það alltaf vera upp á hverjum og einum að tyggja upplýsingar og því skiptir máli fyrir hvern og einn að finna muninn á skoðunum og sannleik í öllu sem tekið er inn. Það er ekki hægt að veita efnislega sönnun um það að ást sé raunveruleg eða að tilveran þjóni einhverjum tilgangi. Aðeins þú getur fundið út úr því hvort ást og tilgangur séu raunveruleg fyrirbæri með því að hugsa, hlusta á aðra sem hugsa og fylgjast með því hvernig heimurinn virkar. Hugsanir í sjálfum sér eru út fyrir vísindalega þekkingu, við getum einungis séð hvað gerist í heilanum og hvernig boðin færast úr einu yfir í annað en þegar við förum en dýpra þá er erfitt að segja til um það hvernig hugsanir og hugmyndir verða til og hvernig þú getur valið hvað þú ætlar að hugsa, segja eða gera. Endalaust er hægt að rekja það hversvegna þú valdir það sem þú valdir en einhverstaðar varð þessi geta möguleg. Hvort sem þú trúir á skaparann eða tilviljun og heppni sem varð til þess að við lentum á þeirri plánetu sem leiddi til lífs og meðvitundar þá er það óneitanleg staðreynd að heimurinn er byggður á eftir órjúfanlegu lögmáli af dúalisma og skipulagi.


Upplýsingaóreiða

Undanfarin ár hafa verið viðburðarík á heimsvísu og er það orðið eðlileg sjón að lesa furðulegar fyrirsagnir, heyra um alls skyns samsæriskenningar og sjá fólk skiptast á ljótum nöfnum í kommentakerfum. Allir virðast vera ósammála um það hvað er virkilega í gangi en mikið af fólki er hætt að treysta fréttum og alls staðar er rætt um öfgar í allar áttir á netinu á meðan raunveruleikinn heldur að mestu leyti sínum venjulega kaffibolla.

Nóg er þó af hlutum til að ræða og allir hafa sínu missterku skoðanir sem vekja oft á tíðum upp mikla reiði á milli þeirra sem eru ósammála. Hvort sem það tengist hægri eða vinstri sinnaðri pólitík, tilveru loftslagskrísunnar, stríðsglæpum í mið-austurlöndum og áhrif bandaríkjanna, hvað er hollt og hvað er eitrað eða hvað er kyn og hver eru hlutverk kynjana í heilbrigðu sambandi.  

Netmiðlar nýta sér oft á tíðum áhrifamiklar fyrirsagnir til að hámarka athygli og styrkist algóryþminn með hverju klikki og lærir betur á það hvað kveikir í tilfinningum og þörf fyrir því að kanna málið nánar. Gildi hvers reiknings eykst með aukinni athygli og því eina leiðin til þess að skara fram úr samkeppni að beita sálfræðilegum brögðum og safna gögnum sem styðja við þær aðferðir sem virka. 

En er einhver ástæða að taka þátt í þessu? Hvenær er betra að kúpla sig út og þegja bara við matarborðið frekar en að rífast og hvenær er raunveruleg skylda til þess að standa upp fyrir því sem er rétt. 

Til þess að hafa góð rök til að byrja með þarftu að kynna þér málin vel og fylgjast með því sem er að gerast og þegar þú gerir það verðuru fyrir áhrifum frá öðru fólki sem deilir upplýsingum um það hvað þú hefur rétt fyrir þér og hinir rangt fyrir sér. Þá verða til fylkingar á milli hópa sem báðir telja sig hafa rétt fyrir sér en geta ekki rætt hvert á milli vegna viðvonandi sprengju. Flestir nenna þessu ekki og halda sig frekar í burtu og halda sínum skoðunum útaf fyrir sig á meðan sumir lifa í orðastríði internetinu með það markmið að fá alla aðra með sér í lið og vera sammála því sem þeim finnst vera rétt. 

Upp úr Covid og Úkraínustríðinu byrjaði fólk að tala um upplýsingaóreiðu, falsfréttir og samsæriskenningar þar af leiðandi enþá meiri hætta á því að fá á sig allskonar stimpla. Allt í einu ertu annaðhvort öfgahægri antivaxer Trumpisti eða öfgavinstri Grímuskyldu glóbalistasleikja ef þú hefur einhverjar skoðanir. Internetið allt morandi í áróðri og venjulegt fólk getur ekki sést auga til auga vegna þess að það er ósammála um pólitík.

Eitthvað hljótum við þó öll að vera sammála? Öllum finnst það leiðinlegt þegar saklaust fólk verður fyrir barðinu af ákvörðunum yfirvalda og flestir vilja viðhaldan lýðræði frekar en einræði. 

Það má svo deila endalaust um það hvenær lýðræðið sé raunverulegt eða ekki en alltaf verið þannig að þeir sem hafa mesta valdið stýra pólitíkinni sér í hag og þeir sem stýra nauðsynjum hafa alltaf mesta valdið. Hvort sem það er í gegnum vinnuna þína eða tölurnar sem birtast í heimabankanum þínum við hver mánaðarmót og hversu mikils virði þær eru miðað við vörurnar í búðinni. Hvort sem það er undir ríkisrekstri eða risastórum fyrirtækjum þá stýrir alltaf stærsti þáttakandi markaðsins styrkleika gjaldmiðlana sem allir þurfa til að lifa.

Því er eina raunverulega leiðin til breytinga að koma sér í valdastöðu hvort sem það er í gegnum stjórnmál eða peninga. Þá þarftu að fara gegn fólki sem fæðist inn í valdamiklar fjölskyldur og á greiðari leið í valdastöður og eiga uppsafnaða fjármuni og eignir frá fleiri ættliðum aftur í tímann. Einnig er hægt að beita valdi í gegnum byltingar, mótmæli og stríð en til þess að hafa stórtæk áhrif er nauðsynlegt að fjármagna það eða safna nógu mikið af fólki til þess að hafa skýr áhrif á fólkið sem tekur pólitískar ákvarðanir.

Til þess eru stéttafélög en undanfarna mánuði og hafa slík mótmæli átt sér stað út um alla Evrópu undanfarið og skilað ágætis árangri en þá komu mörg þúsund bændur í Þýskalandi, Frakklandi, og fleiri evrópulöndum saman og keyrðu dráttarvélum sínum inn í borgir, stífluðu umferð og mokuðu skít á alþingishúsin til þess að mótmæla auknum loftslagssköttum og reglugerðum sem bitna á minni býlum svoleiðis að þeir neyðast til þess að selja býlin til að halda áfram rekstri. Græða þá stærstu fyrirtækin mest á þessum reglugerðum og skattlagningu sem er sett til þess að koma í veg fyrir loftslagskrísu sem er að mestu leiti afleiðing risastórra fyrirtækja.

Hér á landi hafa gjöld verið aukin og kvótakerfi sett á bæði fiskveiðar og landbúnað í nafni umhverfisverndar en hafa ollið en meiri einokunarverslun þar sem nokkur fyrirtæki eiga allann kvótann og stýra í leiðinni verðum og markaði. Enginn hagnaður er á því að stunda landbúnað nema með mörg þúsund skepnum. Hefur verið hefð fyrir mótmælum hér á landi þegar ástandið verður alvarlegt en Árin 2008-2009 var mótmælt vel og lengi og þar af leiðandi kosin ný ríkistjórn. 

Sú umræða sem hefur staðið út hér á landi undan farin misseri hafa snúist um hlutverk Íslenskra yfirvalda gagnvart átökum á milli Ísrael og Hamas. Þá hefur verið deilt um inntöku hælisleitenda og opinberri afstöðu gagnvart viðbrögðum Ísrael við árásum Hamas. Hafa þá árásir Ísrael á Gaza hrist upp í réttlætiskennd margra og því deilt víða um netið og margir ósammála.

Fréttamiðlar þykjast svo vera hlutlausir en eru það ekki og lauma inn sínum hugmyndafræðum á eins lúmskann hátt og möguleiki er á og græða alltaf einhverjir á sínum boðskap á meðan fólk kastar nöfnum á milli sín á persónuaðgöngum. Að öllum líkindum mun pólitík bara flækjast með tímanum þar sem við stígum fyrstu skrefin í öld gervigreindar og tæknin orðin nógu góð til þess að hægt er forrita hvern sem er segja hvað sem er. 

Erfitt er að segja til um mikilvægi þess að kynna sér málin og taka afstöðu en fyrst og fremst mikilvægt að taka ábyrgð á sinni eigin stöðu og líðan og sökkva ekki í brjálæðið á internetinu. Heiminum verður ekki breytt við það að kalla aðra fávita á netinu eða öskra á einhvern á kaffistofuni en heldur ekki með því að láta vaða yfir sig. Fyrsta skrefið er alltaf að taka ábyrgð á sjálfum sér og láta í sér heyra þegar farið er yfir strikið, eina leiðin til þess að bæta sín eigin lífsgæði er að vinna fyrir því á þann hátt sem hægt er og standa vörð um sín eigin gildi. 





Leiðin til trúar

Frá því ég var lítill hef ég velt fyrir mér þessari stóru spurningu mannkynsins um tilveru guðs. Fyrstu minningarnar mínar voru á kristnum leikskóla en stuttu eftir að ég hætti þar þá ákvað ég að vera trúleysingi þar sem ég gat ekki borið kennsl á neinn guð og skildi ekki um hvað þessi trú snerist. Skömmu seinna þegar ég er sirka 5 ára þá næ ég ekki svefni við þá tilhugsun að eftir þetta líf væri ekki neitt, en þá hugsaði ég að ég myndi vera fastur með mína meðvitund í myrkri að eilífu sem var mjög óhugnarleg hugsun. Þegar ég kallaði síðan á móður mína og lýsti fyrir henni þessum áhyggjum þá sagði hún mér að þegar við myndum deyja þá færum við til himnaríkis og kenndi mér bænir sem ég hef síðan farið með alveg til dagsins í dag. 

Þá var málið útrætt og ég pældi ekki meir í þessu en fór hægt og rólega að tengja minna við trúnna og meira við vísindalegar útskýringar. Þar sem ég hafði ekki upplifað vísindalegu lögmálin vera brotin og raunveruleikinn alltaf eins og hann á að vera þá mér þessar pælingar ekkert merkilegar. Í kring um tvítugt þá fór ég síðan að finna fyrir því að það væru einhver æðri lögmál í gangi sem stýrðu heiminum en ég hafði engann skilning á og fór í leiðinni að lesa mikið af andlegum bókum og horfa á myndbönd á netinu. Tengdi ég þá mikið við endurfæðingu, stjörnuspeki og tíðni sálarinnar. Hægt og rólega fer ég að opna á þennan veruleika og í leiðinni kemst ég aftur í tengingu við mitt gríðarlega sterka ímyndunarafl sem ég hafði ekki beitt síðan ég var barn og lífið fær á sig alveg nýjann tón. Markmið mitt þá verður að heila þessi sár sem fengu mig til þess að loka á gleðina og áhugann, en þá er ég byrjaður að pæla mikið í áföllum, hvernig þau virka, afhverju við verðum fyrir þeim og hver þau eru í mínu eigin lífi sem hafa fengið mig til þess að sjá heiminn öðruvísi og finna fyrir erfiðum tilfinningum í ákveðnum aðstæðum. Þessi vegferð leiddi mig síðan út til Mexíkó þar sem ég bæði fékk tíma til að kynnast sjálfum mér og hitti í leiðinni fleira fólk kemur í sama tilgang til þess að heila og kynnast hinum andlega heimi. Það sem ég tek eftir þá er að flestir eru tengdir inn í sömu hugmyndirnar og sömu lögmálin en enginn er alveg sammála um það hvað sé rétt og rangt, gott eða slæmt.

Allt þetta fannst mér þá fara eftir viðhorfi og stóð ég á því að hver og ein manneskja skapar sér sinn eiginn raunveruleika og saman þá sköpum við síðan raunveruleika jarðarinnar í gegnum trúnna, semsagt að ef ég myndi trúa því nógu sterkt að fólk væri gott þá myndi fólk í leiðinni verða betra fólk. Hægt og rólega fór ég síðan að finna það á mér að þetta væri kannski ekki alveg raunin. Margt af þessu andlega var satt og sumt var það ekki.

Eftir hugleiðslu og vangaveltur fór ég að byggja skilning á því hvað andi stendur fyrir og hvernig heimurinn okkar er og hefur alltaf verið andlegur. En án andans þá væri að sjálfsögðu ekkert líf, heldur bara efni. Skilgreiningin mín á anda er þá í rauninni samblanda af lífi, sál og meðvitund. En af einhverri ástæðu þá höfum við flest þann eiginleika að vita af sjálfum okkur og hugsa sjálfstætt, sem er í sjálfu sér alveg stórmagnað. Þróunarkenning Darwins er þá sú útskýring sem flest vísindasinnað fólk heldur sér við til þess að útskýra þetta og Mikli hvellur svarar því hvernig heimurinn varð til. Það sem truflar mig þó við þessar kenningar eru hvernig þessar kenningar afneita kraftaverki en innihalda þau samt, einnig hlítur eitthvað æðra lögmál að vera til nú þegar til þess að þróast upp í sem er furðulegt að halda að hafi orðið til óvart út frá óreiðu með enga greind. Skipuleg verður ekki til frá óreiðu heldur er óreiða skortur á skipulagi. Allt þetta væri þá algjörlega óraunverulega ólíkleg tilviljun sem varð til þess að við urðum meðvitaðar verur með líkama og heila sem virkar fullkomlega til þess að eiga samskipti og byggja heilu samfélögin, á ég því bágt með að trúa því að þetta hafi gerst fyrir tilviljun og þjóni engum æðri tilgang. Því meira sem ég velti þessu fyrir mér heimspekilega þá varð guð skýrari leið til þess að fara að því að ná einhverjum skilning á þessu öllu. Ekkert annað orð stendur fyrir það afl sem bjó til heiminn frá grunni. Til eru margar ólíkar skilgreiningar á því hver eða hvað þessi guð er og hvernig hann virkar. Í Indverskri speki er talað um að allt sé guð og hans birtingamyndir margar og standa fyrir mismunandi stig sköpunar, eyðingar og viðhaldi heimsins. Síðan er ekki talað neitt um guði í Búddisma en aðeins aðferðir til þess að komast í uppljómun og losna undan álögum endalausrar endurfæðingar.

Öll trúarbrögð eiga það sameiginlegt að vera ákveðin uppskrift af andlegri uppljómun og hvernig hægt er að losna undan því að vera háður hlutum, valdi og fleiri veraldlegum hlutum sem endanlega koma þér ekki undan andlegum vanlíðan. En þar sem margt er satt í mörgum trúarbrögðum þá er það einnig algengt í dag að telja sig aðeins vera andlegann einstakling en ekki undir reglu neins trúarbragðs. Þar hef ég verið seinustu ár þar sem ég gat ekki enþá sagt að eitt sé neitt betra en annað og hugurinn opinn og hungraður fyrir sannleika. Að minnsta kosti er það mér á þessum tíma orðið augljóst að einhverskonar algildur sannleikur er til og sumt er verra en annað. Til dæmis þá hafa hryðjuverkamenn margir sínar guðlegu ástæður og hver og einn trúir á eitthvað og lifir eftir því, líka “trúleysingjar”.

Sé það andlegt eða líkamlegt þá er það yfirleitt ákveðin hugmynd af hinum æðsta tilgang hvers og eins, og síðan vörpum við þessum hugmyndum á aðra og ætlumst til að aðrir fylgi því líka.

En eftir allar þessar pælingar þá enda ég aftur á byrjunarreit og fer mikið að velta fyrir mér Jesú Krist, hvað það er sem hann hefur fram yfir aðra spekinga og aðrar hugmyndir af guði. 

Alltaf hefur mér liðið vel með það að trúa á hann og það að sitja í kirkju hefur alltaf veitt mér innri frið og ró sem ég hef ekki fundið neinstaðar annarstaðar. Þrátt fyrir að vera ósammála hinu og þessu í Kristnu trúarbragði þá hefur það fyrir mér verið góður staður til að vera sérstaklega þegar ég sleppi því að hugsa of mikið út í það. En þrátt fyrir það þá er hausinn á mér enþá vel virkur og til þess að ég geti byggt það sem á ensku kallast “faith” og á sér ekkert viðeigandi orð á íslensku og stendur fyrir því að treysta sinni eigin trú.

Sumar spurningar héldu mér því aftur frá því að hafa traust gagnvart þessari trú þar sem ég fann ekki fullnægjandi svar en þessar spurningar eru í fyrsta lagi; Afhverju má ég bara trúa á Jesús? Afhverju segir Jesús sínum fylgjendum að fylgja aðeins sjálfum sér og engum öðrum. 

Afhverju bjó guð til heiminn með svona mikið af illsku ef hann vill ekki að hún sé til, ef hann er almáttugur afhverju myndi hann ekki búa til fullkominn heim. Reis hann virkilega upp frá dauðum og er biblían áreiðanlegt rit?

Fyrsta var mér alltaf erfiðust þar sem mér hefur ávallt þótt mjög vænt um til dæmis gamla norræna goðafræði og Hindúatrú og tengt vel við þeirra sögur. Því fannst mér það vera eitthvað gruggugt að segja mér að ég ætti ekki að veita þeim athygli, einnig þá fannst mér kristin trúað fólk vera flest lifandi í hræðslu og benda á nánast allt í þessum heimi og segja það vera djöfullegt, hvaðan koma þessir djöflar og af hverju vilja þeir plata þig í að trúa á sig í staðinn fyrir hinn eina sanna guð sem skapaði heiminn. Undanfarið finnst mér ég hafa náð að skilja það í reynd en þar sem trúin okkar hefur í rauninni ákveðið vald yfir okkur, hvað við gerum og hvernig við hugsum. Þar sem við erum öll með okkar galla, hver einasta manneskja eða hugmynd í heiminum inniheldur að einhverju leyti synd, græðgi, valdafíkn eða hatur þá skiptir það máli að beita trúnni þangað þar sem þú getur treyst því að hún sé í góðum höndum.

Og ekki segja mér að þú eða einhver sem þú þekkir sé laus við alla mannlega galla, við erum öll syndgarar og lygarar á einhverjum stöðum í lífinu.

Jesús sýnir hins vegar fram á mannlega fullkomnun sem veitir þér öryggi í því að þú farir ekki að beygja sannleikann sjálfum þér í hag svo þú getir grætt á þinni ímynduðu réttlætiskennd. En það leiðir okkur síðan í næstu spurningu sem er Af hverju? 

Til hvers skapaði hann fullkominn heim sem fór síðan úrskeiðis og fylltist af illsku ef hann er almáttugur? Þetta er líklega ein af þeim erfiðari en Biblían sjálf kennir okkur þetta í gegnum sögur. Fyrsta sagan í Gamla testamentinu er um sköpun heimsins og nánast allir hafa heyrt hana áður og margir ranghvolfa sérstaklega augunum þegar kemur að sannleiksgildi Biblíunnar um sköpun himins og jarðar.  En þó er hægt að skilja mjög margt við það að lesa þessar sögur með opnum huga og spá í því, af hverju stendur þetta og afhverju trúir þriðjungur mannkyns á þessar sögur. Guð sagði verði ljós og það varð ljós, Guð sá að ljósið var gott og greindi ljósið frá myrkrinu og úr því varð dagur og nótt. Síðan eftir að Guð er búinn að búa til jörðina, hafið og dýrin þá skapar hann manninn í sinni mynd. Þessi setning gefur það í skyn að þrátt fyrir það að Guð sé fullkominn þá búi hann sjálfur yfir þeim sömu eiginleikum og við mannkynið búum yfir. Þá næst býður hann okkur að borða af öllum trjám í Paradís nema af skilningstré góðs og ills.

Öll vitum við síðan hvað gerist næst en þá segir snákurinn við Evu að þetta sé lygi hjá Guði að þau muni deyja og þetta tré muni í raun gera þau jafn máttug og guð, Eva fær þá Adam með sér í þetta fyrsta reglubrot mannkyns sem verður til þess að þau finna fyrir skömm gagnvart sínum eigin líkömum og fela kynfærin sín fyrir Guði sem hendir þeim síðan úr Paradís. 

Afhverju var þetta tré þarna í fyrsta lagi og hvaðan kemur þessi snákur sem talar við Evu um að fara á móti reglum Guðs. Einnig gæti fólk spurt sig að því af hverju myndi Guð henda sínum eigin börnum burt frá heimili sínu við eitthvað svo saklaust sem þetta. Næsta saga er svo um syni þeirra þar sem annar þeirra verður öfundsjúkur og drepur hinn og úr því verður allur heimurinn svo spilltur að Guð endar með því að eyða öllum heiminum en bjarga því góða.

Öll könnumst við það að líða illa og láta öðrum líða illa einfaldlega vegna þess að okkur sjálfum líður illa. Ávöxtur skilningstrésins gaf þeim því skyn fyrir því hvað væri gott og slæmt og með því að skilja okkar eigin vanlíðan og vellíðan þá fáum við í leiðinni máttinn til þess að meiða og særa. Guð gaf okkur frjálsan vilja af því hann vildi skapa líf í sinni mynd sem sýnir bæði það að heimurinn er skapaður í gegnum frjálsann vilja og almætti guðs er byggt á frjálsum vilja, s.s val til þess að velja gott eða slæmt. Þess vegna er það mjög skiljanlegt að manneskjur sem eru þarna nýlega skapaðar, nýkomnar með sinn eiginn frjálsa vilja hafi ekki gott að því að vita muninn á góðu og illu alveg strax. Hinsvegar þá vill snákurinn sjá mannkynið falla og lætur því eins og það sé ekkert að því og með því að borða ávöxtinn þá muni þau verða eins og Guð. Sem er einnig inn í okkur öllum að vilja vera jafn máttug og guð, geta skapað líf og haft fullkomið vald yfir öllu sem er til. Þetta er náttúrulegur vilji og guð skyldi það og varaði þau því við því að borða af þessu tré en snákurinn vakti upp forvitni sem fékk þau síðan til þess að borða af eina ávöxtinn sem þau máttu ekki borða. Líklegast hefur hann síðan hent þeim út svo þau myndu ekki skemma hans fullkomnu sköpun af Paradís. Um leið og guð skapaði ljósið og allt það góða þá þurfti að verða einhver andstæða sem myndi gera ljósið að hinu góða. Án þess að hafa bæði höfum við í rauninni ekki neitt. Lífið er allt í andstæðum og ef þú myndir ekki þekkja kulda þá myndiru hitinn ekki vera heitur heldur væri þá bara til eitt hitastig sem væri það eina.

Svoleiðis að með frjálsum vilja verða til andstæður sem við þurfum að velja á milli en án þess að hafa þetta val væri ekkert gott til. Hvernig getur þú verið góður ef þú hafðir ekkert val á því að vera illur. Flestar hetjur í sögum er það fólk sem velur gott yfir slæmt en fór í gegnum sömu erfiðleika og illmennin sem ákváðu að gera slæmt. Í heiminum er ákveðið lögmál sem við erum ekki öll tilbúin að horfast í augu við og það er að öll illverk þarf einhvern veginn að bæta upp. Mikilvægt er að iðrast þegar þú syndgar og jafnréttinu er ekki sinnt fyrr en þú hefur vegið viðeigandi refsingu. Þetta getur verið smátt eins og vanlíðan yfir óheiðarleika eða fangelsisdóm vegna morðs á saklausum einstakling. Ekki er nóg fyrir morðingja að bara hugsa málið heldur þarf hann að finna fyrir þunga gjörðarinnar á einn eða annan hátt. Eftir að Guð skapaði heiminn og við misnotuðum frjálsa viljann sem hann veitti okkur þá fylltist jörðin af illsku og syndum, eftir Nóaflóðið lofar hann því að hann muni ekki aftur eyða öllu lífi á jörðinni og ætlar því í staðinn að láta hlutina spilast út. Þar sem hann sér að við mannkynið getum ekki hætt að misnota frjálsa viljann, gefa veraldlegum hlutum vald yfir okkur og syndga þá ákveður hann sjálfur að senda Jesús til okkar, til þess að sýna okkur hvernig á að lifa í réttlæti. Jesús sýnir okkur guðdómlegt líf, sem er ekki bara ást og kærleikur heldur einnig réttlæti og viska. Að leyfa illsku að spreðast í nafni ástar er ekki raunveruleg ást og til þess að þjóna æðri tilgang þá þurfum við að vera tilbúin að fórna fyrir réttlæti og standa með sannleikanum. Jesús sagði fylgið mér vegna þess að hann elskar okkur og vill sýna okkur hvernig á að lifa rétt og bera ábyrgð á sínum frjálsa vilja. Hann dó á krossinum fyrir syndir okkar og bauð okkur eilíft líf í himnaríki ef við aðeins myndum fylgja honum og elska hann. Þannig er Kristin Trú frábrugðin öðrum trúarbrögðum en í rauninni eru engar sérstakar reglur sem á að fylgja til þess að ná uppljómun, stolti eða vellíðan heldur kennir hann okkur að þjáning er lykillinn að frelsun sálarinnar. Með því að taka á okkur þjáningu núna og halda okkur frá freistingu þá í leiðinni tryggjum við okkur eilíft líf í himnaríki. Í heildarmyndinni þá er þín eigin líðan ekki það sem virkilega skiptir máli. Jesús fórnaði því sjálfum sér fyrir syndir mannkynsins og til þess að samþykkja þessa fyrirgefningu þá þurfum við að trúa á hann, elska hann og bera virðingu fyrir þessari fórn með því að fylgja hans fordæmi. Trúin virkar þannig að ef þú virkilega trúir þessu og tengir inn á krossfestingu Jesús þá í leiðinni ferðu að iðrast synda þinna og vilja gera betur. Jesús færir okkur fullkominn staðal á því hvað er virkilega gott í þessum heimi fullum af blekkingu og synd.

Varðandi áreiðanleika Biblíunnar þá átti ég lengi erfitt með að treysta mörg þúsund ára gömlu riti sem þýtt hefur verið marg oft og gæti alveg eins hafa verið breytt af syndugu fólki. Hinsvegar þá eru til fleiri hundruð frásagnir af lífi þessa manns, af krossfestinguni, upprisu og fleiri kraftaverkum.

Alveg sama hverju þú trúir þá er það óneitanlegt hvernig einn maður gat komið sínum boðskapi út um allann heim, fylgjendur hans voru teknir af lífi og Kristintrú stranglega bönnuð í meira en þrjú hundruð ár þangað til Rómakeisarinn Konstantín tók upp Kristintrú og stofnaði fyrsta Kristilega keisaradæmið. Ef að þetta fær þig ekki til að minnsta kosti velta því fyrir þér hvernig og hvað það er sem fólk finnur í þessu þá ég veit ég ekki hvað mun. Því kýs ég að fylgja fordæmi Jesú og læra af og treysta kennslu Biblíunnar. Við það fyllist andi minn af ást og tilgang og viðurkenni ég því að ég get ekki alltaf vitað hvað er rétt en ég get treyst frásögnum um Jesús til að gera mig að betri manni. Eftir langa leit er það mín lokaniðurstaða og þar finn ég andlegann frið sem ég gat ekki fundið neinstaðar annarstaðar.

Amen


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband