Áskorun á Andkristna

Þar sem ég hef gaman að rökræðu og er virkilega sannfærður um mína trú þá skrifa ég þennann pistil sem áskorun til rökræðu. Ekki til þess að upplifa sigur og hafa rétt fyrir mér heldur til þess að eiga árangursríka umræðu og komast að nýjum hlutum. Allur efi styrkir trúnna ef trúin er virkilega sönn og skora ég því á alla sem eru mér ósammála að senda á mig og eiga góða umræðu eða rökræðu um það hversvegna ég hef rangt fyrir mér.

Málefnið sem ég ræði eru partur af hugvísindum því ekki hægt að sanna með neinskonar efnislegri rannsókn, þó til séu rannsóknir á heilastarfseminni sem á sér stað við andlega iðkun og guðlegann skilning og einnig um sálfræðileg áhrif trúarbragða og andlegra iðkunnar en þessi grein er ekki skrifuð í þeim tilgang að sanna sálfræðilegann tilgang trúar heldur frekar til þess að ná fram umræðu um sannleikann.

Þessar alhæfingar sem ég ætla að halda fram eru í fyrsta lagi sú að siðferði er ekki okkar mannana heldur er sannleikurinn er dýpri en skoðun hvers og getum við því ekki breytt honum. Sama á við um stærðfræði, líffræði, tónfræði og allar aðrar fræðigreinar vísinda. Allt þetta er partur af vandaðri sköpun guðs sem við gætum aldrei skapað sjálf en einungis rannsakað og lært af. Öll vísindi sanna það en betur hversu fullkomlega heimurinn er skapaður sem bendir til þess að hann sé skapaður í huga guðs sem er alvitur og bjó til heiminn sem við búum í og lögmálin sem heimurinn byggist á. 

Þær frásagnir sem við höfum af Jesú Krist sýna okkur nákvæmlega hvernig guðleg ást lítur út í framkomu og hegðun. En hans kennsla er í myndlíkingum og endlaust hægt að dýpka skilning sinn á orðum hans og er ég engan veginn kandidat í það að túlka orð hans þó ég hafi óendanlega trú á þeim. Ástæðan er að hans kennsla er fullkomlega áreiðanleg til þess að skilja gott frá illu og er ekki hönnuð til þess að láta þér líða betur um sjálfan þig heldur til þess að læra hvernig hægt er að vera betri manneskja sem þjónar öðrum, fyrirgefur og stendur með sannleikanum út í opinn dauðann.

Það sem ég meina þá er ekki að fylgja ákveðnu kristnu trúarbragði heldur orðum hans í nýja testamentinu en trúarbrögðin eru svo sköpuð í kringum mismunandi túlkun á þeim.

Jesús kennir okkur að elska óvini okkar og er það líklega það stærsta sem skilur hann frá öðrum trúarbrögðum, einnig kennir hann okkur að elska náungann eins og sjálfann sig og ávallt taka ábyrgð á okkar eigin orðum og hegðun. Svo gæti ég haldið endalaust áfram að rýna í orð jesú en hver og einn getur aðeins byggt sinn eiginn skilning á guðdómlegu réttlæti með því að lesa Nýja Testamentið sjálfur með opinn huga fyrir því að læra eitthvað nýtt.

Til þess að eiga þessa umræðu þarf að byrja á því taka í burtu spurninguna um það hvort biblían sé sönn eða ekki. Það er ekki hægt að sanna fortíðina á nokkurn skapaðann hátt, allt sem gerðist fyrir tíma tækninnar er einungis byggð á frásögnum sem við eigum til á blaði og þær sem hafa gengið á milli manna. Því tel ég þessa umræðu vera tímasóun, til eru 27 bækur sem talið er að hafi verið skrifaðar 50-100 árum eftir og segja allar frá sama manninum, sama fólkinu og sömu viðburðunum. Tel ég það því mjög líklegt að hann hafi verið til og verið krossfestur þar sem þessar bækur eru ekki skrifaðar sem skáldsaga heldur sagnfræðileg frásögn. Þó mun ég aldrei geta sannað fyrir neinum að þetta hafi gerst í alvörunni þar sem ég var ekki viðstaddur né nokkur manneskja sem er uppi í dag.

Varðandi siðferði þá tel ég þetta vera eina mikilvægustu umræðuna vegna þess að það sem fylgir algjöru trúleysi er það að ef einungis efnislegar staðreyndir eru samþykktar sem sannleikur þá skilur það eftir mjög stóra spurningu varðandi siðferði og sannleik. Ef siðferðið er það sem við mannfólk ákveðum í sameiningu er það breytilegt og í raun allt bara skoðun hvers og eins. Engin hugmynd er þá sannari en nein önnur og hafa þá allir jafnmikinn rétt á sinni skoðun og hegðun. Þín skoðun gæti til dæmis verið sú að morð er í góðu lagi ef manneskjan er dónaleg í búðinni og það alveg jafn gild skoðun og hjá þeim sem eru því ósammála.

Önnur manneskja getur svo verið á þeirri skoðun að það sé í lagi að meiða börn, sérstaklega þau sem geta ekki tjáð sig. Ríkið er þá guð og sér um að dæma þá sem fara eftir sínum eigin skoðunum sem fara gegn skoðun samfélagsins, en þó er það ennþá bara skoðun sem þjóðin hafi kosið um og gæti hún þá breyst í hvað sem er. Einn daginn gæti þjóðin kosið um það að það væri í lagi að drepa feitt fólk því þau taka svo mikið pláss í flugvélum og ekkert væri að því. Frægt dæmi um þetta er þegar Hitler ætlaði að útrýma gyðingum, þá var stór hluti þjóðarinnar sammála því, hvers vegna var það rangt? Einfaldlega vegna þess að við ráðum því ekki hvað er rétt og rangt, slíkir hlutir eru í höndum guðs.

Mikið af fólki heldur því fram að kirkjan sé óþarfa stofnun og prestar illir en kæri lesandi ef þú heldur þessu fram þá mana ég þig til þess að lesa Nýja Testamentið og spyrja sjálfann þig hvort að manneskja sem myndi trúa þessu myndi virkilega misnota vald sitt. Jesús talar um það að það fólk sem fer illa með börn hafi það betra að sökkt í sjávardjúp með mylsnustein hengdan um háls sér heldur en að mæta guði eftir slíkt illverk. Talar hann þá um að skyldi augað tæla þig til falls væri betra að taka það úr sér og sama með alla aðra líkamsparta. Einnig segir hann að auðveldara er það úlfalda að að fara í gegnum nálarauga heldur en auðmanni að að komast í Guðs ríki. Eins og ég túlka þetta þá er hann að segja í fyrsta lagi að það versta sem þú getur gert er að meiða lítið barn og veraldlegar eigur gera leiðina aðeins erfiðari ef þú vilt lifa eftir þessum reglum og komast til himnaríkis.

Sem segir okkur það að þeir prestar sem hafa misnotað vald sitt fyrir auð og vald yfir ósjálfbjraga einstaklingum eru ekki guðhræddir og í raun leynilega trúlausir og talar Jesús einnig um þeir sem gera slíkt muni sæta sérstkalega slæma refsingu. Hann varar ítrekað við þessu fólki og líkir þeim við úlfa í sauðsbúning og þar sem heimurinn er fullur af allskonar fólki sem þykist kenna réttlæti en stundar illverk er það sérstaklega mikilvægt að eiga til áreiðanlega heimild fyrir því hvað raunverulegt réttlæti er og hvernig guðleg ást lítur út.


Bloggfærslur 13. febrúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband