Skoðanir og Sannleikur

Um daginn skrifaði ég grein um afstöðu í fréttum og pólitík. Til þess að gera það rétt fannst mér það viðeigandi að taka mína eigin tilfinningalegu afstöðu úr myndinni og skrifa um málin eins og þau eru án þess að reyna að fá lesandann á mína skoðun. Ástæðan er sú að ég er almennt á móti því að fréttamiðlar taki lúmska afstöðu og fjalli um eitthvað á þann hátt að einhver hljómi verr eða betur fyrir þeim sem les.

Þetta er hægt að sjá í nánast allri umfjöllun um pólitík alls staðar og hefur það alltaf verið svoleiðis að á bakvið hvern miðil liggur stofnun sem græðir á því að koma í gegn ákveðinni hugmyndafræði og loka á einhverja aðra.

Þó ég sé ekki að skrifa fyrir aþjóð þá finnst mér það alltaf mikilvægt að halda skoðunum í burtu frá allri fréttamiðlun og einblína aðeins á sannleik, hvað gerðist, hver sagði hvað hvenær. Ekki ákveða hvað aðrir eru hugsa og hvað öðrum ætti að finnast. 

Hef ég tekið eftir vaxandi notkun á orðum eins og öfgahægrisinni, afneitunarsinni, Anti Vaxxer, samsæriskenningamaður eða útlendingahatari eða dýrkari þegar fólk leyfir sér að hafa skoðun á ákveðnum málum. Því vill ég ekki missa trúverðugleika þeirra sem lesa bloggið mitt og gefa í ljós mína persónulegu skoðun eða taka þátt í áróðri og bjóða frekar upp á heiðarlega umfjöllun. 

Skrifa ég því þessa grein út frá vangaveltum varðandi muninn á skoðunum og sannleik, hvernig er hægt að greina þetta tvennt í sundur. Sumir halda því fram að sannleikurinn sé afstæður þar sem okkar eigin meðvitund er breytileg og sannleikurinn því túlkunaratriði á meðan aðrir trúa á algildann sannleik ekki er hægt að breyta án þess að það hafi með sér slæmar afleiðingar. 

Ef við ætlum að virka í þessum heimi þá þurfum við í fyrsta lagi að skilja hvernig við sjálf virkum og til þess þá þurfum við að greina á milli þess sem er rétt eða rangt. Öll erum við þó ósammála á einhverju leiti yfir því hvað er satt og hvað ekki en til þess að samfélag gæti virkað þarf að vera einhver sameiginlegur skilningur á þessu. Stundum erum við ósammála þessum sameiginlegum skilning samfélagsins vegna þess að eitthvað innra með okkur segir að þetta sé rangt þó öðrum finnist það vera rétt. Þá er talað um innsæi eða réttlætistilfinningu og þurfum við þá að leitast í sönnungargögn til þess að byggja upp skilning á sannleikanum. Til þess að öðlast betri skilning þarf að gera upp á milli kenninga sem þessi heimur hefur upp á að bjóða og skilgreina rétt frá röngu og fara eftir því sem reynist rétt. 

Allar kenningar hafa sönnunargögn á bakvið sig og þurfum við að stunda okkar eigin rannsóknarvinnu og rökhugsun til þess að komast að trúverðugleika kenninga.

Til þess höfum við vísindin og eru þau því trúverðug heimild sem stendur á rökum og rannsóknarvinnu. Þó hafa vísindi þróast með tímanum og viðhorf almennings breytist með hverju ári og alltaf kemur ný kenning með betri rök og fara þær oft á tíðum gegn hver öðrum. Erfitt er því að segja hvað er virkilega satt og hvað ekki en til eru endalaust af kenningum sem segja til um það hvernig heimurinn virkar og standa á vísindalegri rannsóknarvinnu. Sumir halda því fram að jörðin sé flöt og hafa fyrir því rök og geta svarað hverri einustu spurningu sem hægt er að spurja. Því er trú hvers og eins ólík en trúarbrögð eru hópur fólks sem trúir á sama svarið við mörgum af erfiðustu spurningum eins og afhverju við erum hérna og hvað er gott og hvað er slæmt. 

Öll alhæfing þarf á sönnunargögnum að halda og til þess að vita hvort þau séu góð eða ekki þarf að bæði að gera rannsóknarvinnu og finna fyrir því hvað er rétt. Alveg sama hvort það séu vísindi, heimspeki eða trúarbragð þá er alltaf viðvarandi þörf á því að trúa í blindni. Ómögulegt er að fara í gegnum öll gögn sjálfur á einum líftíma og þarf því að gera upp á milli hvaða fólki eða stofnunum er hægt að treysta fyrir því að veita þér sannleika.

Góð spurning þegar pælt er í því hvort eitthvað sé rétt eða rangt er til dæmis hver myndi hagnast á því að þetta satt eða myndi þessi manneskja viðurkenna það að hún hefði rangt fyrir sér

Sagnfræði er til dæmis byggð á frásögnum fólks úr fortíðinni og höfum við því takmarkað svæði til fullgildra sönnunargagna. Allstaðar er möguleikinn á víðtækum áróðri til hagnaðar þeirra sem eru við völdin en þó er hægt að sjá hvaða hópur var við völd á hverju svæði mörg þúsund ár aftur í tímann. Heimspeki er byggð á rökhugsun og rökræðum á meðan efnafræði og líffræði er byggð á uppsetningu efna og frumna og bjóða því upp á sterk sönnungargögn fyrir því hvernig heimurinn virkar. Allar fræðideildir eru byggðar á varðveittum sönnungargögnum sem fengnar eru í gegnum rannsóknarvinnu, rökhugsun og fólk sem er tilbúið að vinna fyrir því að skilja muninn á réttu og röngu. En þó mun það alltaf vera upp á hverjum og einum að tyggja upplýsingar og því skiptir máli fyrir hvern og einn að finna muninn á skoðunum og sannleik í öllu sem tekið er inn. Það er ekki hægt að veita efnislega sönnun um það að ást sé raunveruleg eða að tilveran þjóni einhverjum tilgangi. Aðeins þú getur fundið út úr því hvort ást og tilgangur séu raunveruleg fyrirbæri með því að hugsa, hlusta á aðra sem hugsa og fylgjast með því hvernig heimurinn virkar. Hugsanir í sjálfum sér eru út fyrir vísindalega þekkingu, við getum einungis séð hvað gerist í heilanum og hvernig boðin færast úr einu yfir í annað en þegar við förum en dýpra þá er erfitt að segja til um það hvernig hugsanir og hugmyndir verða til og hvernig þú getur valið hvað þú ætlar að hugsa, segja eða gera. Endalaust er hægt að rekja það hversvegna þú valdir það sem þú valdir en einhverstaðar varð þessi geta möguleg. Hvort sem þú trúir á skaparann eða tilviljun og heppni sem varð til þess að við lentum á þeirri plánetu sem leiddi til lífs og meðvitundar þá er það óneitanleg staðreynd að heimurinn er byggður á eftir órjúfanlegu lögmáli af dúalisma og skipulagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband